Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 127 svör fundust

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum. Söfn...

Nánar

Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?

Napóleon Bónaparte (1769-1821), keisari Frakklands, er gjarnan talinn einn mesti hersnillingur allra tíma. Þeim sem vilja fræðast nánar um ævi hans er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Dauði Napóleons þykir líka áhugaverður og mikið hefur verið ...

Nánar

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...

Nánar

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

Nánar

Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?

Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona: Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?Svitinn pe...

Nánar

Af hverju fær fólk bólur?

Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...

Nánar

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

Nánar

Hvað er níhílisti?

Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...

Nánar

Hvað gerist ef maður andar að sér ósoni?

Óson getur, jafnvel í litlu magni, verið skaðlegt barka og lungum. Hversu alvarlegur skaðinn verður veltur bæði á styrk ósonsins í loftinu og hversu lengi maður verður fyrir áhrifum þess. Þó getur hlotist alvarlegur og varanlegur skaði á lungum eða dauði af því að anda að sér tiltölulega litlu ósoni í mjög stuttan...

Nánar

Er hægt að deyja úr hlátri?

“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða? Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir eins...

Nánar

Hvað er stóuspeki?

Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...

Nánar

Af hverju er hjátrú um töluna 13?

Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...

Nánar

Fleiri niðurstöður